Viðburðastjórnun

Aberdeenborg og héraðið í kring með sinni konunglegu arfleifð hefur upp á líflega fjölbreytni að bjóða af stórkostlegum staðsetningum sem þú finnur ekki auðveldlega annars staðar – svo ekki sé minnst á einkennandi náttúru og landslag sem gerir svæðið að hinum fullkomna stað fyrir viðburðinn þinn.

Fyrir einstaklinga eða hópa, hvort sem plana á hvataferð, ráðstefnu eða vörukynningu, hópeflishelgarferð eða þemaferðir fyrir hópa. Hvort sem aðaláhugasviðið er golf eða viskí, eða einfaldlega bara lúxus yfirhöfuð, munum við sjá til þess að ferðin verði ógleymanleg.

Viðburðastjórnun

Það getur verið krefjandi ferli að skipurleggja ráðstefnu. Við hjá Simpliciter sjáum um öll formsatriðin svo þú getir einbeitt þér að málefnum ráðstefnunnar. Útkoman er fagleg og farsæl markaðsráðstefna sem verður þér og þínum til sóma.

Ráðstefnur

Vel heppnuð ráðstefna getur verið frábær leið til að efla fyrirtækið eða málstaðinn sem fjallað er um, en það getur verið krefjandi að skipurleggja svo stóran viðburð því það er geysileg vinna og ótalmargt sem ekki má fara úrskeiðis eða gleymast. Þá kemur Simpliciter og býður upp á faglega þjónustu við ráðstefnuhöld. Við sjáum um öll formsatriðin þannig að allt gangi smurt fyrir sig og þú getur einbeitt þér að kjarna ráðstefnunnar og frammistöðu þinni og fyrirtækisins.

Hvataferðir og hópefli

Simpliciter setur saman einstakar ferðir þar sem allt það besta sem Aberdeen hefur uppá að bjóða er innleitt í ferðalagið. Við hjá Simpliciter erum meðvituð um mikilvægi þess að allir upplifi eitthvað stórkostlegt í ferðunum okkar og með öryggi og fagmennsku í fyrirrúmi gerum við okkar besta til að fara framúr væntingum viðskiptavina.

Sérsniðnir viðburðir

Uppgötvaðu það allra besta sem Aberdeenborg og -hérað hefur uppá að bjóða, allt frá gómsætum mat til staðsetninga sem veita innblástur. Við hjá Simpliciter gætum þess að halda ímyndunaraflinu á lífi, og með það að vopni, ásamt fagmennsku og sérþekkingu, höfum við tök á að sjá um flestar gerðir af viðburðum. Hvort sem þú ætlar að halda viðburð fyrir fyrirtækið, vörusýningu, markaðsráðstefna eða verðlaunahátíð, Simpliciter mun sjá til þess að þú fáir einmitt það sem þú óskaðir eftir.