Áætlunarferðir

Simpliciter býður upp á sérsniðnar ferðir sem henta áhugasviði hvers og eins, innblásnar af konunglegri arfleið svæðisins, til að mynda viskí, golfi, kastölum og öðrum þáttum sem kunna að vekja áhuga.

Fyrir einstaklinga og hópa.

Samstarfsaðilar

Simpliciter velur einungis samstarfsaðila með tilskilin leyfi og með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi.

Flug

Þú hefur val á milli áætlunarflugfélaga eða leiguflugs með einkaþotu.

Akstur

Simpliciter bókar fyrir þig akstur. Þú hefur val um allt frá einkabílstjóra fyrir einstaklinga til rútuferða fyrir stóra hópa.

Gisting

Við hjá Simpliciter finnum fyrir þig gistingu við hæfi. Í boði er allt frá hágæða lúxushótelum til gistiheimila.

Matur og drykkur

Samstarfsaðilar okkar í veitingarekstrinum munu sjá til þess að þú fáir gæðaþjónustu og algjöran forgang – og það sem meira máli skiptir, frábæran mat og drykk.

Verslunarferðir

Simpliciter sér til þess að þú njótir þín í verslunarferðinni og bendir þér á búðirnar sem þú gætir haft áhuga á að versla í.

Næturlífið

Simpliciter býður upp á VIP aðgang að sérvöldum næturklúbbum.

Leiðsögu- og skoðunarferðir

Við hjá Simpliciter bjóðum upp á skoðunarferðir um Aberdeenborg og -hérað sem er einstakt svæði með mikla sögu. Við bjóðum upp á þemaferðir þar sem sérkennum svæðisins er gert hátt undir höfði, en þar á meðal má nefna kastala, viskí og golf.

Meira um Leiðsögu- og skoðunarferðir