Leiðsögu- og skoðunarferðir

Við hjá Simpliciter setjum saman sérsniðnar ferðir sem henta áhugasviði hvers og eins, innblásnar af konunglegri arfleið svæðisins, til að mynda viskí, golfi, kastölum og öðrum þáttum sem kunna að vekja áhuga.

Leiðsögu- og skoðunarferðir

Við sérsníðum ferðir sem henta áhugasviði þínu. Við bjóðum upp á ferðir fyrir einstaklinga og hópa.

Dagsferðir

Simpliciter býður upp á mikið úrval einstakra staða og spennandi afþreyingu. Dagsferðunum er stýrt af okkar afar reynslumiklu og viðurkenndu samstarfsaðilum.

Á eigin vegum

Við höfum sett saman ferðir sem eru hugsaðar þannig að þú sért leiðsögumaðurinn í þinni eigin ferð. Þú færð dagsskrá og upplýsingar hjá okkur og stýrir svo tíma- og kostaðaráætluninni eftir þínu höfði.

Með leiðsögn

Við bjóðum upp á mikið úrval leiðsöguferða þar sem við fylgjum þér um helstu kennileiti Aberdeenborgar og -héraðs og segjum þér allt það helsta af þessu stórbrotna svæði.

Skipulögð dvöl

Taktu þér langa helgi og njóttu Aberdeenborgar og -héraðs. Með okkur verður þú,á aðeins örfáum dögum, búin/nn að upplifa margt af því besta sem svæðið hefur upp á að bjóða – stórkostlega náttúru, einstaka menningu, merkilega sögu, góðar búðir, næturklúbbarölt og gómsætan mat, þú velur!